Félagið Snókur vöruhús, sem er í eigu Hafdísar Bjargar Guðlaugsdóttur, greiddi 279 milljónir króna fyrir 516 fermetra hús að Haukanes 13 á Arnarnesi en ásett verð eignarinnar var 295 milljónir. Verð á fermetra var því 541 þúsund krónur. mbl.is greinir frá þessu. Seljandinn er Lilja Hrannar Hauksdóttir, sem oft kennd við tískuvöruverslunina Cosmo í Kringlunni.

Hafdís Björg átti 40% hlut í fyrirtækinu Snóki þjónustu sem var selt til Hreinsitækni fyrr á þessu ári. Í ársreikningi Snóks vöruhúss fyrir árið 2020 var bókfærður 726 milljónir króna söluhagnaður þegar eignarhluturinn var færður inn í félagið Snókur eignarhaldsfélag.

Húsið var byggt árið 1980 eða um þann tíma sem Arnarnesið í Garðabæ var að byggjast upp. Kjartan Sveinsson hannaði húsið.