Ken Griffin, stofnandi og framkvæmdastjóri vogunarsjóðsins Citadal, keypti 150 milljóna ára kambeðlu (e. stegosaurus) sem kölluð er Apex fyrir 44,6 milljónir dala eða 6,1 milljarð króna á uppboði Sotheby‘s í New York í gær.

Ken Griffin, stofnandi og framkvæmdastjóri vogunarsjóðsins Citadal, keypti 150 milljóna ára kambeðlu (e. stegosaurus) sem kölluð er Apex fyrir 44,6 milljónir dala eða 6,1 milljarð króna á uppboði Sotheby‘s í New York í gær.

Kambeðlan – sem er 3,3 metra há og 8,2 metra löng - er þar með orðinn dýrasti steingervingur allra tíma sem selst hefur á uppboði. Kaupverðið var um ellefu sinnum hærra en Sotheby‘s hafði spáð.

Ekki var greint opinberlega frá nafni kaupandans en heimildarmaður Financial Times, sem er sagður þekkja vel til Griffin, staðfesti að auðkýfingurinn væri á bak við kaupin. Hann hyggst koma kambeðlunni fyrir á safni í Bandaríkjunum.

„Apex fæddist í Ameríku og verður áfram í Ameríku,“ er haft eftir kaupandanum í tilkynningu Sotheby‘s.

Risaeðlan var uppgötvuð í bænum Dinosaur í Colorado árið 2022. Talið er að hún hafi verið uppi á síðjúratímabilinu. Fáar risaeðlur hafa fundist með álíka heildstæðri og óskaddaðri beinagrind samkvæmt uppboðshúsinu.

Auðæfi hins 55 ára gamla Ken Griffin eru metin á 38 milljarða Bandaríkjadala samkvæmt rauntímalista Forbes.

Apex er orðinn dýrasti steingervingur allra tíma.
© epa (epa)