Ingvi Björn Bergmann, sviðsstjóri endurskoðunar hjá Deloitte, og Karen Íris Bragadóttir, sem starfar hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands, hafa fest kaup á 330 fermetra einbýlishús í Garðabæ að Kaldakri 4. Kaupverð einbýlishússins nam 325 milljónum króna og var fermetraverð því nærri ein milljón.

Ingvi Björn Bergmann, sviðsstjóri endurskoðunar hjá Deloitte, og Karen Íris Bragadóttir, sem starfar hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands, hafa fest kaup á 330 fermetra einbýlishús í Garðabæ að Kaldakri 4. Kaupverð einbýlishússins nam 325 milljónum króna og var fermetraverð því nærri ein milljón.

Seljendur hússins eru Örnólfur Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair, og Sigrún H. Kristjánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair.

Einbýlishúsið að Kaldakri er eins og fyrr segir 330 fermetrar. Í söluyfirliti kemur fram að í því séu þrjár stofur, fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi, ein gestasnyrting og bílskúr. Húsið, sem var byggt árið 2008, er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni, arkitekt hjá Arkþingi, en Guðbjörg Magnúsdóttir innanhússarkitekt sá um hönnun að innan.

Þá var öll lýsing hönnuð af Helga Kristni Eiríkssyni, raflagna- og lýsingarhönnuði, en hann er einn eigenda ljósaverslunarinnar Lumex.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.