Kaupfélag Skagfirðinga og Hái klettur, félag Árna Péturs Jónssonar, greiddu tæplega 2,6 milljarða króna fyrir veitingastaðakeðjuna Gleðipinna. Þetta kemur fram í ársreikningi Gleðidags ehf., móðurfélags Gleðipinna. 100% eignarhlutur Gleðidags í Gleðipinnum var metinn á tæplega 3,4 milljarða króna í bókum félagsins um síðustu áramót.
Kaupfélag Skagfirðinga og Hái klettur, félag Árna Péturs Jónssonar, greiddu tæplega 2,6 milljarða króna fyrir veitingastaðakeðjuna Gleðipinna. Þetta kemur fram í ársreikningi Gleðidags ehf., móðurfélags Gleðipinna. 100% eignarhlutur Gleðidags í Gleðipinnum var metinn á tæplega 3,4 milljarða króna í bókum félagsins um síðustu áramót.
Samkeppniseftirlitið heimilaði kaupin í mars á síðasta ári. Um var að ræða kaup á á Hamborgarafabrikkunni, Aktu Taktu, American Style og Blackbox ásamt Rush Trampólíngarði, Keiluhöllinni og Shake & Pizza. Fyrri eigendur Gleðipinna koma þó áfram að eignarhaldi og rekstri á Keiluhöllinni og Rush. Seljendur héldu einnig áfram eignarhaldi sínu á Saffran, Pítunni og hlutdeild í Olifa - Madre Pizza og Icelandic Food Company.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.