Terra Umhverfisþjónusta velti 9,7 milljörðum í fyrra og jók veltuna um 4% frá fyrra ári.

Hagnaður félagsins nam 517 milljónum í fyrra og dróst saman um 28 milljónir á milli ára.

Á síðasta ári gekk félagið frá kaupum á Öryggisgirðingar ehf. og var hluti af samstæðunni frá miðju ári. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi nam kaupverðið 582 milljónum króna.

SÍA III, framtakssjóður Stefnis, á 65% hlut í Terra.

Lykiltölur / Terra Umhverfisþjónusta

2024 2023
Tekjur 9.350  8.740
Eignir 11.921  10.824
Eigið fé 4.102  3.586
Afkoma 517 545
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.