Sam­kvæmt heimildum danska við­skipta­miðilsins Børsen ákvað danska ríkið að greiða yfir­verð fyrir hluti í rekstrarfélagi Kastrup-flug­vallar vegna ótta um að ástralska félagið Macquire myndi verða meiri­hluta­eig­andi flug­vallarins á ný.

Ástralska fjár­festingafélagið Macqu­ari­e er einn um­svifa­mesti inn­viða­fjár­festir heims en félagið var meðal þeirra er­lendu fjár­festa sem sýndu áhuga á því að kaupa í Isavia, annaðhvort minni­hluta eða meiri­hluta.

Það vakti mikla undrun fjár­festa þegar danska ríkið greiddi 32 milljarða danskra króna, sem nemur ríf­lega 625 milljörðum ís­lenskra króna, fyrir 59,4% hlut í rekstrarfélagi Kaup­manna­hafnar­flug­vallar í fyrra.

Með kaupunum fór eignar­hlutur ríkisins í 98,6% en selj­endurnir voru kana­díski líf­eyris­sjóðurinn OTP og danski líf­eyris­sjóðurinn ATP. Heildar­virði Kastrup eftir við­skiptin voru tæpir 54 milljarðar danskra króna.

Að sögn Børsen eru þessi við­skipti ríkisins ekki bara áhuga­verð fyrir þær sakir að ríkið greiddi nær tvöfalt markaðsverð fyrir hlutina heldur einnig vegna þess að ríkið segist ekki vilja eiga hlutina til lengri tíma.

Sam­kvæmt heimildum Børsen var kana­díski líf­eyris­sjóðurinn OTTP í viðræðum við Macquire um kaup á hlutum þeirra í flug­vellinum en þegar fjár­málaráðu­neyti Dan­merkur fékk upp­lýsingar um kaupin var ákveðið að ganga inn í þau á ögur­stundu.

Macquire fór með ráðandi hlut í flug­vellinum skömmu eftir alda­mót en á árunum 2005 til 2017 var nær allur hagnaður flug­vallarins greiddur út til hlut­hafa að sögn Børsen.

Á tíma­bilinu 2006 til 2017 greiddi félagið út 12 milljarða danskra króna í arð en ríkið sem minni­hluta­eig­andi reyndi ítrekað að draga úr arð­greiðslunum án árangurs.

Hægt er að lesa um­fjöllun Børsen hér.