KFC á Íslandi hagnaðist um 302 milljónir króna árið 2023 samanborið við 415 milljónir árið áður. Félagið hyggst greiða út 65 milljónir vegna síðasta rekstrarárs, að því er segir í nýbirtum ársreikningi.

Velta KFC ehf. jókst um 666 milljónir eða um 15,3% milli ára og nam 5 milljörðum króna í fyrra. Rekstrargjöld jukust um 21,8% og námu 4,7 milljörðum. Ársverkum fjölgaði úr 154 í 165 milli ára.

Rekstrarhagnaður KFC fyrir afskriftir (EBITDA) lækkaði milli ára úr 563 milljónum í 429 milljónir króna.

Það litar dálítið samanburðartölur milli ára að PHUT ehf., sem rekur veitinga­staðinn Pizza Hut í Hafnar­firði, sameinaðist KFC ehf. í ársbyrjun 2023.

Eignir KFC á Íslandi námu 2,36 milljörðum króna og eigið fé var um 1,75 milljarðar í árslok 2023. Helgi Vil­hjálms­son er aðaleigandi KFC ehf.

Lykiltölur / KFC ehf.

2023 2022
Rekstrartekjur 5.011 4.346
EBITDA 429 563
Hagnaður e. skatta 302 415
Eignir 2.355 2.098
Eigið fé 1.750 1.640
Ársverk 165 154
- í milljónum króna.