Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að kínverska hagkerfið muni vaxa um 5% á þessu ári eftir sterkari ársfjórðung. Sjóðurinn greindi frá því í dag að hann hefði uppfært spá sína um Kína en fyrri spár gerðu ráð fyrir 4,6% vexti.

Fregnirnar koma í kjölfar röð aðgerða af hálfu kínverskra stjórnvalda sem hafa undanfarin misseri glímt við erfiða endurkomu hagkerfisins eftir heimsfaraldur.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að kínverska hagkerfið muni vaxa um 5% á þessu ári eftir sterkari ársfjórðung. Sjóðurinn greindi frá því í dag að hann hefði uppfært spá sína um Kína en fyrri spár gerðu ráð fyrir 4,6% vexti.

Fregnirnar koma í kjölfar röð aðgerða af hálfu kínverskra stjórnvalda sem hafa undanfarin misseri glímt við erfiða endurkomu hagkerfisins eftir heimsfaraldur.

Endurskoðaðar þjóðarframleiðslutölur AGS fyrir 2024 og 2025 fela þó einnig í sér viðvaranir um að hagvöxtur í Kína muni aftur minnka niður í 3,3% árið 2029 vegna aldurs íbúa og minni framleiðni.

„Uppfærslan sem við höfum fyrir þetta ár endurspeglar aðallega þá staðreynd að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi var meiri en búist var við og það voru einnig kynntar nokkrar viðbótarstefnuráðstafanir,“ segir Gita Gopinath, aðstoðarframkvæmdastjóri AGS í Peking.

Tölurnar eru í samræmi við vaxtarmarkmið ríkisstjórnarinnar og virðist hagkerfið vera komið á rétta leið. Verðhjöðnun heldur þó áfram að valda þrýstingi og hefur fasteignakreppan í landinu ekki hjálpað ástandinu.

Það er enn of snemmt að segja til um það hvort aðgerðir stjórnvalda muni skila tilætluðum árangri en slæmur bati kínverska efnahagsins eftir COVID-19 hefur dregið úr umsvifum á hlutabréfamarkaði og veikt kínverska júanið.

„Áhættan við horfur AGS er tengd aðlögun fasteignageirans og aukinni hættu á sundrungu. Áframhaldandi húsnæðisleiðrétting, sem er nauðsynleg til að stýra geiranum aftur á sjálfbæra braut, verður að halda áfram,“ segir Gita.

Hún fagnar engu að síður þeim málamiðlunum sem hafa verið í ferli til að styðja við innlenda eftirspurn, draga úr verðbólgu og stjórna skuldavanda sveitarfélaga. Kínverski Seðlabankinn hefur einnig tekið nokkur mikilvæg skref til að koma til móts við erfiða þróun í landinu en smásala í Kína í apríl hafði til að mynda ekki verið minni síðan í desember í fyrra.