Síðastliðinn föstudag hófst hin svokallaða gullvika í Kína þegar íbúar þar í landi fá heila viku til í frí til að fagna þjóðhátíðardeginum, sem fór fram í gær 1. október. Í ár vill svo heppilega til að gullvikan og miðhausthátíðin svokallaða eiga sér stað á svipuðum tíma og fá því Kínverjar 10 daga frí.

Þrátt fyrir fregnir undanfarnar vikur um slæmt gengi kínverska efnahagsins, atvinnuleysistölur ungs fólks og húsnæðiskreppu þá eyða Kínverjar háum fjárhæðum í ferðalög.

Síðastliðinn föstudag hófst hin svokallaða gullvika í Kína þegar íbúar þar í landi fá heila viku til í frí til að fagna þjóðhátíðardeginum, sem fór fram í gær 1. október. Í ár vill svo heppilega til að gullvikan og miðhausthátíðin svokallaða eiga sér stað á svipuðum tíma og fá því Kínverjar 10 daga frí.

Þrátt fyrir fregnir undanfarnar vikur um slæmt gengi kínverska efnahagsins, atvinnuleysistölur ungs fólks og húsnæðiskreppu þá eyða Kínverjar háum fjárhæðum í ferðalög.

Vikan í ár er að slá mörg ferðamet í landinu en á þessu tíu daga tímabili áætlar kínverska flugmálaeftirlitið að meira en 21 milljón farþegar muni setjast um borð í rúmlega 14 þúsund innanlandsflug.

Mörg ungmenni í Kína hafa lagt í svokallaðar „hefndarferðir“ þar sem þeir hefna sín á takmörkunum sem áttu sér stað á tímum heimsfaraldurs og hafa samfélagsmiðlar logað af spurningum um hvernig hægt sé að nýta fríið sitt til hins ýtrasta.

Einn Kínverji, Gaoyang að nafni, ætlar til að mynd að ferðast 6.000 kílómetra til níu kínverskra borga á átta dögum. Hann lítur á sjálfan sig sem „sérsveitarferðamann“, hugtak sem notað er yfir kínversk ungmenni sem leggjast í troðfulla en sparlega ferðaáætlun. Innifalið í ferðalagi hans eru einnig fjögur fjöll sem hann hyggst klífa.

Kínverska járnbrautarkerfið mun keyra rúmlega 12.000 lestarferðir á meðan fríið stendur yfir en það er 20% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Ferðabókanir innanlands, bæði fyrir flug, lestarmiða, hótel og hópferðir, eru að meðaltali 88% meiri fyrir gullvikuna miðað við vikuna þar á undan.

Helstu áfangastaðir kínverskra ferðamanna eru Peking, Shanghai, Chengdu (fræg fyrir pöndurnar) og Hangzhou, þar sem Asíuleikarnir fara nú fram. Borgir í norðvesturhluta Kína eins og Burqin og Urumqi í Xinjiang búast einnig við fleiri ferðamönnum.