Kínversk yfirvöld hafa kynnt nýjar aðgerðir til að takast á við fasteignakreppuna sem hefur hrjáð landið undanfarin ár. Aðgerðirnar fela í sér mikinn niðurskurð og hafa stjórnvöld hvatt sveitarfélögin til að kaupa upp óseldar eignir.

Þar til nýlega spilaði fasteignamarkaðurinn í Kína, næststærsta hagkerfi heims, lykilhlutverk í hagvexti þjóðarinnar og samsvaraði um fjórðungi af kínverska efnahagnum.

Kínverski alþýðubankinn (PBOC) mun þá dæla um 40 milljörðum dala í fasteignageirann til að styðja við ódýrara húsnæði. Hann verður einnig notaður til hjálpa ríkisfyrirtækjum til að kaupa óseld heimili.

He Lifeng, varaforsætisráðherra landsins, hefur þátt hvatt sveitarfélögin til að kaupa upp eignir á sanngjörnu verði og endurselja þær svo á viðráðanlegu verði. Hann hefur ekki gefið upplýsingar um hversu margar eignir verið er að ræða um né hvenær aðgerðirnar myndu hefjast.

Kínverski seðlabankinn hefur einnig afnumið lágmarksveðlánavexti og lækkað lágmarksinnborgun fyrir fyrstu íbúðakaupendur úr 20% í 15%. Lágmarksinnborgun fyrir annað heimili hefur einnig verið lækkuð úr 30% niður í 25%.

Fasteignafyrirtækið Country Garden mætti einnig í yfirheyrslu fyrir dómstól í Hong Kong í dag vegna hugsanlegra gjaldþrotaskipta. Fasteignafyrirtækin í Kína hafa verið í miklum erfiðleikum síðan 2021 þegar stjórnvöld kynntu aðgerðir til að hefta lán fyrirtækjanna. Þá var fasteignarisinn Evergrande, sem var skuldugasta fyrirtæki heims, dæmt til gjaldþrotaskipta í Hong Kong í janúar.