Kín­verski seðla­bankinn hefur á­kveðið að lækka vexti sína í annað sinn á þremur mánuðum í von um að blása lífi í efna­haginn sem hefur ekki tekið al­menni­lega við sér eftir að­gerðir stjórn­valda í heims­far­aldrinum.

Megin­vextir bankans lækkuðu úr 3,55% í 3,45%.

Hús­næðiskrísa ríkir á fast­eigna­markaði á meðan út­flutningur hefur dregist saman og einka­neysla minnkað til muna.

Kín­verska fast­eigna­fé­lagið E­ver­grande sótti um gjald­þrota­vernd fyrir helgi í Banda­ríkjunum en fyrir­tækið er mjög skuldugt eftir fast­eigna­kreppuna í Kína.

Kín­verski seðla­bankinn hefur á­kveðið að lækka vexti sína í annað sinn á þremur mánuðum í von um að blása lífi í efna­haginn sem hefur ekki tekið al­menni­lega við sér eftir að­gerðir stjórn­valda í heims­far­aldrinum.

Megin­vextir bankans lækkuðu úr 3,55% í 3,45%.

Hús­næðiskrísa ríkir á fast­eigna­markaði á meðan út­flutningur hefur dregist saman og einka­neysla minnkað til muna.

Kín­verska fast­eigna­fé­lagið E­ver­grande sótti um gjald­þrota­vernd fyrir helgi í Banda­ríkjunum en fyrir­tækið er mjög skuldugt eftir fast­eigna­kreppuna í Kína.

Þörf á frekari aðgerðum

Sam­kvæmt vef­síðu E­ver­grande er sam­stæðan með meira en 1.300 verk­efni í gangi í 280 kín­verskum borgum en ó­vissa ríkir um fram­hald þeirra.

Jun Bei Liu, stjórnandi hjá Tri­be­ca Invest­ment Partners, segir í sam­tali við BBC að stýri­vaxta­hækkunin sé ó­lík­leg til að hafa mikil á­hrif en hún sýni þó að ríkis­stjórnin sé að reyna hjálpa efna­hagnum að taka við sér.

„Það þarf stærri að­gerða­pakka til að ýta undir traust á efna­hagnum og ná að keyra upp neyslu og hag­vöxt,“ segir Bei Leiu.

Á meðan flest ríki eru að hækka stýri­vexti vegna verð­bólgu er verð­hjöðnun í Kína og lækkaði vísi­tala neyslu­verðs um 0,3% á milli ára í síðasta mánuði.

Yfir­völd í Kína á­kváðu í síðasta mánuði að hætta að birta at­vinnu­leysis­tölur en í júní var at­vinnu­leysi fólks á aldrinum 16 til 24 ára meira en 20%.