Útlit er fyrir að hagnaðarsamdráttur hafi verið hjá kínverskum fyrirtækið árið 2024, þriðja árið í röð, og er viðbúið að róðurinn verði áfram þungur í ár.

Financial Times greinir frá því að hagnaður stærri fyrirtækja, sem eru með veltu yfir um 385 milljónum króna, hafi að jafnaði dregist saman um 4,7% á ársgrundvelli frá janúar til nóvember 2024 en um tap hafi verið af rekstrinum hjá um fjórðungi fyrirtækja á tímabilinu.

Minni einkaneysla, verðhjöðnun og viðskiptahalli hafa sett mark sitt á hagkerfi Kína en til viðbótar eru margir uggandi yfir tollaáformum Donalds Trump, sem tekur við embætti Bandaríkjaforseta í næstu viku.

Á sama tíma hefur verið greint frá því að kínversk tæknifyrirtæki flykkist til Malasíu í aðdraganda embættistöku Trumps en hann hefur hótað að leggja á 60% tolla á innflutningsvörur frá Kína.