Hlutabréf á kínverska hlutabréfamarkaðnum ruku upp í morgun og hafa ekki hækkað meira á einum degi í 16 ár, eða frá árinu 2008. Kínverska hlutabréfavísitalan CSI 300, sem inniheldur skráð félög í kauphöllum Shanghai og Shenzhen, hækkaði um 8,5% í dag.
Kínverski hlutabréfamarkaðurinn tók við sér í síðustu viku eftir að seðlabanki Kína tilkynnti um víðtækar örvunaraðgerðir, sem fólu m.a. í sér beinar stuðningsaðgerðir á hlutabréfamarkaðnum.
CSI 300 vísitalan hefur nú hækkað um 24% frá því að tilkynnt var um aðgerðirnar á þriðjudaginn síðasta.
Hlutabréf á kínverska hlutabréfamarkaðnum ruku upp í morgun og hafa ekki hækkað meira á einum degi í 16 ár, eða frá árinu 2008. Kínverska hlutabréfavísitalan CSI 300, sem inniheldur skráð félög í kauphöllum Shanghai og Shenzhen, hækkaði um 8,5% í dag.
Kínverski hlutabréfamarkaðurinn tók við sér í síðustu viku eftir að seðlabanki Kína tilkynnti um víðtækar örvunaraðgerðir, sem fólu m.a. í sér beinar stuðningsaðgerðir á hlutabréfamarkaðnum.
CSI 300 vísitalan hefur nú hækkað um 24% frá því að tilkynnt var um aðgerðirnar á þriðjudaginn síðasta.
Miklar hækkanir í viðskiptum dagsins eru m.a. raknar til þess að kauphöllin í Shangai verður lokuð frá 1.-7. október í tilefni af kínverska þjóðhátíðardaginum á morgun. Jafnframt verður kauphöllin í Hong Kong lokuð á morgun.
Ýmsir fjárfestar virðast því að ákveðið að stækka stöðu sínum á kínverska markaðnum áður en markaðir loka. Hlutabréfagreinandi hjá UBS sagði í samtali við Financial Times að markaðsaðilar séu einnig að vonast eftir nánari upplýsingum um örvunaraðgerðir stjórnvalda á næstu dögum.
Hang Seng vísitalan, sem inniheldur skráð félög í Hong Kong kauphöllinni, hækkaði um 2,4% í dag.