Kínverskir rafbílaframleiðendur greindu frá aukinni sölu í ágúst þökk sé nýrri stefnu stjórnvalda sem gerir bílaumboðum kleift að skipta út eldri rafbílum fyrir nýrri. Bílaumboðin eru einnig að undirbúa sig fyrir háannatíma á bílasölum sem er í september og október.
Rafbílaframleiðandinn BYD seldi 373.083 rafbíla í síðasta mánuði, eða 36% meiri en á sama tíma í fyrra. Fyrirtækið Li Auto seldi þá 48.122 bíla, eða 38% meira og voru sölutölur einnig jákvæðar hjá samkeppnisaðilum.
Fyrirtækið Xiaomi, sem hefur hingað til verið þekktast fyrir framleiðslu á snjallsímum, hefur nú selt 10 þúsund rafbíla en Xiaomi greindi frá því í mars að það myndi hefja sölu á rafbílum.
Sérfræðingar segja að salan í ágúst hafi að mestu leyti verið í samræmi við væntingar og hafi aðallega verið knúin áfram af sterkri viðskiptaáætlun ríkisstjórnarinnar. Í júlí tvöfaldaði kínverska ríkisstjórnin til að mynda styrki til framleiðenda sem vildu skipta út gömlum bílum.