Kínverskur ríkisbanki í Hong Kong býður nú viðskiptavinum einn skammt af mRNA bóluefni ef þeir leggja inn 4 milljónir Hong Kong-dala, eða sem nemur 74 milljónum króna, á reikning hjá sér. Með þessu vonast bankinn til að laða að auðuga viðskiptavini á meginlandi Kína sem hafa hingað til aðeins haft aðgang að bóluefni framleiddu í Kína.

Covid-bóluefni BioNTech og Pfizer hefur ekki verið í almennri dreifingu á meginlandi Kína en hefur staðið íbúum Hong Kong og Makaó til boða. Stjórnvöld í Beijing hafa leyft sérstjórnarhéruðunum að fylgja ólíkri stefnu þegar kemur að bóluefnum.

Tilboð China CITIC Bank International, sem kemur í kjölfar þess að takmarkanir á landamærum voru afnumdar, gefa til kynna töluverða eftirspurn meðal Kínverjaa eftir vestrænum bóluefnum, að því er kemur fram í frétt Financial Times. Covid-smitum hefur farið hratt fjölgandi í Kína á síðustu vikum.

Bankinn sagði að nýir eða núverandi viðskiptavinir sem leggja inn 4 milljóna HKD á reikning hjá sér bjóðist BioNTech/Pfizer sprautu.

Auk þess fá þeir aðgang að bóluefni fyrir lifrarbólgu B sem og gjaldfrjálsan Bentley reynsluakstur og afslátt á Four Seasons hóteli í borginni.

Kínverska ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst yfir virkni innleiddrar bóluefna, sem mörg hver reiða sig á eldri tækni, og hafa komið í veg fyrir almenna dreifingu á vestrænum bóluefnum. Þá hafa kínverskir fjölmiðlar reglulega gagnrýnt mRNA bóluefni BioNTech/Pfizer.