Bandaríska þingið hefur samþykkt frumvarp sem myndi neyða móðurfyrirtæki TikTok í Kína til að selja smáforritið innan sex mánaða eða sæta banni. Þingið vitnar í þjóðaröryggisáhyggjur í tengslum við ákvörðun sína.
TikTok segir aftur á móti að löggjöfin myndi skaða málfrelsi og lítil fyrirtæki sem reiða sig á smáforritið.
Samfélagsmiðillinn staðfestir í samtali við BBC að hann hafi hvatt notendur til að hringja í fulltrúa sína á þinginu og hvetja þá til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Einn aðstoðarmaður þingsins segir að skrifstofa þeirra hafi þegar borist tugir símtala.
Gert er ráð fyrir að frumvarpið fari í atkvæðagreiðslu í næstu viku en það var upprunalega lagt fram af 20 þingmönnum sem mynda nefnd bandaríska þingsins um málefni sem tengjast kínverska kommúnistaflokknum.