Kóði og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að fyrirbyggja árásir á net- og tölvukerfi Kóða.

Í tilkynningu segir að með notkun villuveiðigáttarinnar geti Kóði nýtt aðferðir í netöryggi til að auka viðnámsþrótt net- og tölvukerfa fyrirtækisins og auki þar með öryggi upplýsinga um viðskiptavini sína.

Kóði og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að fyrirbyggja árásir á net- og tölvukerfi Kóða.

Í tilkynningu segir að með notkun villuveiðigáttarinnar geti Kóði nýtt aðferðir í netöryggi til að auka viðnámsþrótt net- og tölvukerfa fyrirtækisins og auki þar með öryggi upplýsinga um viðskiptavini sína.

„Kóði leggur mikla áherslu á öryggismál í sinni starfsemi. Öll fjármálafyrirtæki landsins nota hugbúnaðarlausnir frá okkur og þúsundir fyrirtækja treysta á lausnir eins og Keldan.is og Hluthafaskra.is. Við hlökkum til að vinna með Defend Iceland og auka öryggi enn frekar í stafrænum heimi,” segir Thor Thors, framkvæmdastjóri Kóða.

Markmið Defend Iceland er að búa til öruggara stafrænt samfélag. Fyrirtækið segir að aukin þekking á tilvist og eðli öryggisveikleika í kerfum fyrirtækja og stofnana sé forsenda markmiðsins þar sem netárásum skipulagðra glæpahópa hefur aukist.

„Stór hluti fjármálakerfisins er nú þegar kominn í viðskipti við Defend Iceland og það er okkur því sérstakt ánægjuefni að Kóði, leiðandi aðili í þjónustu við fjármálafyrirtæki, noti nýjustu tækni í baráttunni við netárásir,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar-, sölu- og markaðsmála Defend Iceland.