Íslensku fyrirtækin Kolibri og Smitten hafa ratað inn á lista Great Place to Work yfir bestu vinnustaði í Evrópu.

GPTW kannaði starfsumhverfi 2,6 milljóna starfsmanna í álfunni, hjá 3,350 fyrirtækjum í 44 löndum. Af þeim fyrirtækjum hljóta aðeins 150 fyrirtæki þá viðurkenningu.

„Að hljóta viðurkenningu frá alþjóðlegri stofnun líkt og Great Place to Work hvetur okkur til að halda áfram að vera við sjálf og þróa kúltúrinn okkar áfram. Að vera á lista yfir bestu vinnustaði í Evrópu fyllir okkur sömuleiðis stolti og þakklæti,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdarstjóri hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Kolbri.

Íslensku fyrirtækin Kolibri og Smitten hafa ratað inn á lista Great Place to Work yfir bestu vinnustaði í Evrópu.

GPTW kannaði starfsumhverfi 2,6 milljóna starfsmanna í álfunni, hjá 3,350 fyrirtækjum í 44 löndum. Af þeim fyrirtækjum hljóta aðeins 150 fyrirtæki þá viðurkenningu.

„Að hljóta viðurkenningu frá alþjóðlegri stofnun líkt og Great Place to Work hvetur okkur til að halda áfram að vera við sjálf og þróa kúltúrinn okkar áfram. Að vera á lista yfir bestu vinnustaði í Evrópu fyllir okkur sömuleiðis stolti og þakklæti,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdarstjóri hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Kolbri.

Starfsmenn Kolibri.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Davíð Örn Símonarson, forstjóri og stofnandi Smitten, segir það mikinn heiður að vera valinn einn besti vinnustaður Evrópu með fyrirtæki sem er ekki orðið þriggja ára gamalt.

„Það eru mörg frábær fyrirtæki með góða vinnumenningu á Íslandi sem vel eiga heima á þessum lista, en að sama skapi erum við stolt og þakklát fyrir að vera valinn einn besti vinnustaður Evrópu. Það er auðvitað enn ótrúlegra, þegar maður setur það í samhengi, að það séu rúm 20 milljón fyrirtæki í Evrópu og Ísland eigi tvo flotta fulltrúa á listanum,“ segir Davíð.