Hlutdeild Ölgerðarinnar í bjórsölu í Vínbúðum ÁTVR er komin í 48,9%, en til samanburðar var hún um 33,6% fyrir fimm árum síðan. Hlutdeild Gull Lite af bjórsölu í ÁTVR var um 15,8% á tímabilinu. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu sem félagið birti í gær.

Á tímabilinu mars til ágúst var heildarsala á bjór í verslunum ÁTVR um 9,4 milljónir lítra, sem samsvarar 4,1% lækkun frá sama tímabili í fyrra.

Hlutdeild Ölgerðarinnar í bjórsölu í Vínbúðum ÁTVR er komin í 48,9%, en til samanburðar var hún um 33,6% fyrir fimm árum síðan. Hlutdeild Gull Lite af bjórsölu í ÁTVR var um 15,8% á tímabilinu. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu sem félagið birti í gær.

Á tímabilinu mars til ágúst var heildarsala á bjór í verslunum ÁTVR um 9,4 milljónir lítra, sem samsvarar 4,1% lækkun frá sama tímabili í fyrra.

Mynd tekin úr fjárfestakynningu Ölgerðarinnar. Súlurnar eru seldir lítrar af bjór í verslunum ÁTVR á tímabilinu mars til ágúst og línan sýnir þróun hlutdeildar Ölgerðarinnar í bjórsölu.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, rakti samdráttinn í verslunum ÁTVR annars vegar til stöðuna í efnahagslífinu og hins vegar til áhrifa af aukinni hlutdeild vefverslana með áfengi.

Ölgerðin metur hlutdeild vefverslana með áfengi um 3-5% á bjórmarkaðnum. Andri Þór sagði að það virðist sem að Costco sé helst að taka til sín einhverja hlutdeild.

„Á móti þessari söluminnkun kemur hlutdeildaraukning okkar. Þannig að við erum núna í 48,9% markaðshlutdeild, sem er það hæsta sem við höfum náð. Þannig að samdrátturinn í seldum lítrum okkar til ÁTVR er innan við 1%,“ sagði Andri Þór á fjárfestafundi í gær.

„Þetta má segja að við séum að koma okkur í mjög góða stöðu, bæði með vaxandi markaðshlutdeild í bjór, sem og öðrum drykkjum, í ÁTVR.“

Hann sagði Ölgerðin jafnframt vera að styrkja stöðu sína á veitingahúsamarkaði. Þar liggi hins vegar ekki fyrir neinar áreiðanlegar tölur um markaðshlutdeild. „Við höfum fengið mikið af nýjum viðskiptavinum til okkar á undanförnum misserum.“