Birkir Helgason opnaði veitingastaðinn Hafið Bistro í mars á þessu ári á Djúpavogi en staðurinn hefur verið þétt setinn alveg frá opnun. Birkir hefur starfað sem kokkur í mörg ár og endaði á því að kaupa rýmið í febrúar á þessu ári.

Hann er sjálfur frá Vopnafirði en konan hans er frá Djúpavogi og þar hafa þau búið undanfarin tíu ár.

„Ég vann lengi vel sem kokkur en svo lenti ég í bílslysi þegar ég fór á fótboltaleik í Manchester árið 2017 þegar Manchester United var að spila á móti Liverpool. Þá var keyrt á leigubílinn sem við vorum í og eftir það datt ég út og þurfti að finna mér eitthvað nýtt að gera.“

Birkir segir að eftir slysið hafi hann ekki getað staðið vaktirnar og stofnaði þá fyrirtækið Hafsalt, sem framleiðir sjávarsalt frá grunni á Austurlandi. Þegar það fór að hægja á vann hann hjá Vegagerðinni í tvö ár og er nú kominn aftur í eldamennskuna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.