Markaðsaðilar eru vongóðir um að árið 2023 verði hagfellt fyrir fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði samkvæmt könnun Viðskiptablaðsins um horfur fyrir árið.

Könnunin var netkönnun sem send var á nærri tvö hundruð starfsmenn á sviði markaðsviðskipta, eignastýringar og greininga hjá 23 fjármálafyrirtækjum, 14 lífeyrissjóðum og 3 greiningafyrirtækjum hér á landi. Alls svöruðu 82 aðilar könnuninni sem var framkvæmd dagana 5. til 9. janúar.

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem svöruðu könnuninni telja að OMXGI, arðgreiðsluleiðrétt vísitala aðalmarkaðar Kauphallarinnar, muni hækka á árinu. Þá á meirihluti þátttakenda von á 7,5-15% hækkun vísitölunnar.

Nánar er fjallað um könnunina í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.