Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur ráðið Kon­ráð S. Guð­jóns­son sem að­stoðar­mann. Þetta kemur fram í til­kynningu frá ráðu­neytinu.

Kon­ráð hefur undan­farið hálft ár starfað sem aðal­hag­fræðingur Arion banka, en hann starfaði einnig hjá Stefni, dóttur­fé­lagi bankans, og áður í greiningar­deild bankans.

Kon­ráð var hag­fræðingur og að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Ís­lands í fjögur ár og starfaði að auki tíma­bundið sem efna­hags­ráð­gjafi Sam­taka at­vinnu­lífsins.

Þá hefur hann einnig sinnt kennslu­störfum, auk þess að starfa hjá Hag­fræði­stofnun Há­skóla Ís­lands og við þróunar­sam­vinnu í Úganda og Tansaníu. Kon­ráð er fæddur árið 1988, alinn upp á Vopna­firði og er kvæntur Tinnu Isebarn.

Kon­ráð er hag­fræðingur með B.Sc. gráðu frá Há­skóla Ís­lands og M.Sc. frá Warwick-há­skóla.

Inga Hrefna Svein­bjarnar­dóttir er einnig að­stoðar­maður fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.