Kim Jung-soo giftist inn í Samyang-samsteypuna og varð síðan heimavinnandi móðir. Seint á tíunda áratugnum gekk hún skyndilega til liðs við pakkanúðlufyrirtæki eftir að það varð gjaldþrota og voru lagadeilur fyrirtækisins það alvarlegar að það þurfti náðun frá forsetanum.

Í dag er hún forstjóri fyrirtækisins.

Velgengni matvælafyrirtækisins Samyang er að stórum hluta henni að þakka en Kim Jung-soo kom meðal annars inn með pakkanúðlur sem eru svo sterkar að margir geta einfaldlega ekki borðað þær. Pakkningar af Buldak-núðlunum, sem þýða einfaldlega eldkjúklingur á kóresku, eru nú komnar í hillur Costco og Walmart í Bandaríkjunum.

Kim Jung-soo giftist inn í Samyang-samsteypuna og varð síðan heimavinnandi móðir. Seint á tíunda áratugnum gekk hún skyndilega til liðs við pakkanúðlufyrirtæki eftir að það varð gjaldþrota og voru lagadeilur fyrirtækisins það alvarlegar að það þurfti náðun frá forsetanum.

Í dag er hún forstjóri fyrirtækisins.

Velgengni matvælafyrirtækisins Samyang er að stórum hluta henni að þakka en Kim Jung-soo kom meðal annars inn með pakkanúðlur sem eru svo sterkar að margir geta einfaldlega ekki borðað þær. Pakkningar af Buldak-núðlunum, sem þýða einfaldlega eldkjúklingur á kóresku, eru nú komnar í hillur Costco og Walmart í Bandaríkjunum.

„Það er greinilega markaður fyrir pakkanúðlur í Bandaríkjunum sem er að stækka,“ segir hún en Kim var skipaður forstjóri Samyang-samsteypunnar í september í fyrra. Í Suður-Kóreu er ekki algengt að konur gegni því hlutverki hjá stórum kóreskum fyrirtækjum.

Önnur ástæða fyrir velgengni fyrirtækisins er uppsveifla í sölu á pakkanúðlum á heimsvísu en sífellt fleiri neytendur leita nú eftir ódýrari máltíðum sem auðvelt er að elda. Sölur á pakkanúðlum á heimsvísu í fyrra námu 50 milljörðum dala, sem er 52% aukning frá því fyrir fimm árum síðan.

Einn helsti drifkraftur þessarar aukningar er vöxturinn á bandarískum markaði en flestir þar hafa í gegnum tíðina litið á ramen-pakkanúðlur sem ódýrt snarl. Eftir því sem neytendur passa betur upp á budduna hafa vinsældir pakkanúðlna aukist og eru margir farnir að notast við núðlurnar til að búa til máltíðir heima hjá sér.

Pakkanúðlur Samyang eru þó ólíkar mörgum pakkanúðlum frá þekktari fyrirtækjum á borð við Maruchan eða Nissin. Til að byrja með kosta þær um þrefalt meira en helstu vörumerki sem finnast í Bandaríkjunum og mælast núðlur þeirra 4.404 einingar á Scoville-skalanum.

Hlutabréf Samyang hækkuðu um 70% árið 2023 og er búist við því að útflutningur á suður-kóreskum pakkanúðlum muni slá öll útflutningsmet á þessu ári, samkvæmt gögnum frá suður-kóreskum stjórnvöldum.

Samyang Foods var stofnað árið 1961 af fyrrum eiganda tryggingafélags sem endaði á því að kynna stríðshrjáðum Suður-Kóreumönnum fyrir pakkanúðlum. Fyrirtækið stækkaði á endanum og varð að tíu mismunandi hlutdeildarfélögum, þar á meðal sú sem framleiðir Buldak-núðlurnar.

„Við gerum ráð fyrir að þessi sterka stefna okkar haldi áfram að opna dyr“

Kim, sem hafði stundað nám í félagsráðgjöf við einn fremsta háskóla í Suður-Kóreu, gekk til liðs við fyrirtækið sem yfirmaður söludeildar Samyang. Sem fjölskyldumeðlimur innan Samyang-samsteypunnar hjálpaði hún einnig með að hafa umsjón með heildarmálum fyrirtækisins, verkefni sem snérust að miklu leyti um að draga úr kostnaði.

Á meðan hún sinnti þeirri stöðu var hún til að mynda send til Kína til að finna ódýrari grænan lauk og til Malasíu til að finna ódýrari pálmaolíubirgja.

Þegar fjárhagsstaða fyrirtækisins batnaði stýrði hún nýrri vörunefnd sem var stofnuð árið 2006. Á þeim tíma voru næstum allar pakkanúðlur í Suður-Kóreu með rauðu seyði og varð hún sú fyrsta til að bjóða upp á núðlur með litlausu seyði.

Kim veltir því nú fyrir sér hvort kryddaða Buldak-sósan, sem er í Buldak-núðlunum, gæti einn daginn ratað á matseðla McDonald‘s, en upprunalega bragðið gæti líka verið notað í fleiri afbrigði og innihaldið hollari hráefni.

„Við gerum ráð fyrir að þessi sterka stefna okkar haldi áfram að opna dyrnar að nýjum afbrigðum krydda,“ segir Kim.