Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður, og Finnur Oddsson, forstjóri Haga, eru gestir í fyrsta samtalsþætti Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) fyrir þingkosningar. Ólöf Skaftadóttir stýrir umræðum.
Í þættinum er meðal annars rætt um hlutverk ríkisvaldsins þegar kemur að tæknibreytingum, stöðu innlendra fyrirtækja í samkeppni við erlend, dóm héraðsdóms Reykjavíkur í máli Innnes gegn Samkeppniseftirlitinu, og kaup afurðastöðva á tollkvótum.
Þetta er fyrsti kosningaþáttur SVÞ af sex í tengslum við kosningarnar. Þættirnir verða sýndir á vb.is á næstu dögum.