Sigríður Á. Andersen, oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf., eru gestir í nýjasta samtalsþætti Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) fyrir kosningar.
Í þættinum er rætt um útboð hins opinbera, hvort ríkið ætti að kaupa meiri þjónustu af hinu opinbera, hvort meiri áhersla eigi að vera á að tryggja gæði þjónustu fremur en bara verð, og hvort fela eigi einkaaðilum í auknum mæli að annast eftirlitshlutverk.