Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður, og Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, ræða um matvöru og matvöruverslanir í samtalsþætti Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) fyrir kosningar.

Í þættinum er m.a. rætt um breytingar á búvörulögum, dóm héraðsdóms Reykjavíkur í máli Innnes gegn Samkeppniseftirlitinu, tollvernd og tækifæri til að stuðla að lægra matvöruverði hér á landi.

Þetta er þriðji þáttur SVÞ af sex í tengslum við þingkosningarnar.