Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Jónas Kári Eiríksson, framkvæmdastjóri vörustýringar hjá Öskju, ræða samgöngumál og orkuskipti þeim tengdum í samtalsþætti Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) fyrir kosningar.

Í þættinum er meðal annars rætt um áskoranir þegar kemur að vöruflutningum á vegum, orkuskipti í landflutningum, Sundabrautina og skattheimtu á ökutæki.

Þetta er fjórði þáttur SVÞ af sex í tengslum við þingkosningarnar.