Kostnaður við að byggja rafknúinn vörubíl mun ávallt verða meiri en við framleiðslu á sambærilegum bíl með sprengihreyfli (e. combustion engine) að sögn Martin Daum, forstjóra Daimler Truck, stærsta vörubílframleiðanda heims.
„Ef þú tekur allt saman; vélina, gírkassann, öxulinn, eldsneytistankinn, kælinguna…. þá ert með að hámarki 25 þúsund evrur [af efni í vörubíl með sprengihreyfli],“ sagði Daum við Financial Times .
„Hversu stóra rafhlöðu færðu fyrir 25 þúsund evrur? Jafnvel þótt [verð á rafhlöðum lækkar niður í] 60 evrur á hverju kílóvattstund, og ég þarf 400 kílóvattstundir, þá þarf ég 24 þúsund evrur bara fyrir rafgeymishólfið [í einum bíl],“ hefur FT eftir Daum.
Hann bætti við að það væri undir stjórnvöldum komið að brúa bilið á milli kostnaðarins við framleiðsluna.
„Án nokkurra niðurgreiðslna mun verðið á [rafknúnum] vörubílum ávallt, um ókomna tíð vera hærra en á jeppum [með sprengihreyfli].“
Í umfjöllun breska dagblaðsins er bent á að Daimler Truck hafi snemma farið inn á rafbílamarkaðinn en bílaframleiðandinn hefur framleitt rafknúnar bifreiðar frá árinu 2017. Fyrirtækið gaf nýlega út að sala á vörubílum sem eru alfarið knúnir áfram af rafmagni hafi þrefaldast á milli ára og alls talið 712 bifreiðar á síðasta ári. Fyrirtækið alls um 455 þúsund vörubíla og rútur á árinu.
Daimler Truck hóf fjöldaframleiðslu á eActros vörubílunum á síðasta ári. Kostnaðurinn er enn um þrefalt meiri samanborið við framleiðslu á sambærilegum bíl með sprengihreyfli og ólíklegt er að munurinn minnki verulega í náinni framtíð.
Kostnaður á mikilvægum hrávörum sem notaðar eru í nútímarafhlöðum hafa hækkað töluvert í verði undanfarið ár. Kóbalt og litíum hafa meira en tvöfaldast í verði og nikkel hækkað um tæplega 40%.