Velta endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins KPMG jókst um 8% milli ára á nýliðnu fjárhagsári sem lauk í september.
Tekjurnar námu í heildina tæplega 35 milljörðum dala á árinu. Þar af jukust tekjur ráðgjafarsviðs KPMG um 13% á milli ára og námu 15,4 milljörðum dala á árinu.
Fjögur stærstu endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækin voru samtals með 190 milljarða dala í tekjur á fjárhagsárinu. Þar af var Deloitte með mestu tekjurnar, 59,3 milljarða dala. PwC var með 50,3 milljarða dala í tekjur og EY með 45,4 milljarða dala.