KPMG sætir nú rannsókn af hálfu breska endurskoðendaráðinu FRC vegna endurskoðunar fyrirtækisins á reikningum fjárhættuspilafyrirtækisins Entain. Endurskoðendaráðið hefur hins vegar ekki greint frá því um hvað rannsóknin snýr að.
Entain, sem á meðal annars vörumerkin Ladbrokes, Coral og Sportingbet, hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um rannsóknina. Hlutabréf Entain lækkuðu þá um 2% í morgun.
Samkvæmt Guardian hefur fyrirtækið heldur ekki tjáð sig um það hvort rannsóknin tengist sáttargreiðslu frá árinu 2023 sem Entain greiddi til breskra yfirvalda vegna meintra mútugreiðslna hjá tyrknesku fyrirtæki sem það átti áður.
Entain greiddi um 615 milljónir punda, þar á meðal 20 milljónir punda til góðgerðarmála og 10 milljónir punda í málagreiðslu til HMRC og ríkissaksóknara Bretlands, í ágúst 2023. Sú rannsókn hófst árið 2019 en Entain átti tyrkneska fyrirtækið frá 2011 til 2017.