Mál­flutningur í máli þrota­bús WOW air gegn fyrr­verandi stjórnar­­mönnum fé­lagsins hófst síðast­liðinn föstu­­dag en krafa þrota­búsins um riftun og skaða­bóta­á­byrgð stjórnar­manna vegna greiðslu flug­­fé­lagsins til Eurocontrol í mars­­mánuði 2019 var fyrst á dag­­skrá.

Lög­­menn stjórn­enda WOW og skipta­­stjórar þrota­búsins höfðu komið sér saman um að mál­flutningur föstu­­dagsins yrði leiðar­­vísir fyrir sam­bæri­­leg mál næstu vikurnar en reikna má með að aðal­­­með­­ferð verði lokið í byrjun nóvember.

Þórir Júlíus­­son, lög­­maður Eurocontrol, fór hörðum orðum um mála­til­búnað þrota­búsins í mál­flutningi sínum og sagði um afar eðli­­lega greiðslu að ræða.

Eurocontrol er milli­­­ríkja­­stofnun sem styður við flug og flug­­leið­­sögu í Evrópu og greiddi WOW greiðslu fyrir þjónustu stofnunarinnar skömmu fyrir gjald­­þrot fé­lagsins. Stofnunin sér um út­reikning á inn­heimtu flug­um­ferðar­gjalda sem renna síðan til þeirra landa sem veita þjónustuna.

Þrota­búið hélt því fram fyrir dómi að Eurocontrol hafi verið grand­vís stöðu WOW air og að milli­­­ríkja­­stofnunin hefði „haft í hótunum“ við flug­­fé­lagið til að fá greiðsluna.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði