Á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa til tíu ára í Bret­landi hefur hækkað tölu­vert á síðustu dögum meðan skulda­bréfa­fjár­festar í Lundúnum bíða eftir fjár­lögum Rachel Ree­ves fjár­mála­ráð­herra Bret­lands.

Sam­kvæmt við­skipta­blaði The Guar­dian er búist við því að Ree­ves muni auka lán­töku­á­ætlun ríkisins í fjár­lögum og hefur á­vöxtunar­krafa tíu ára bréfa ekki verið hærri síðan í júlí.

Krafan stóð í 4,02% á föstu­daginn og er í kringum 4,24% um þessar mundir en þegar krafan hækkar lækkar virði bréfanna.

Á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa til tíu ára í Bret­landi hefur hækkað tölu­vert á síðustu dögum meðan skulda­bréfa­fjár­festar í Lundúnum bíða eftir fjár­lögum Rachel Ree­ves fjár­mála­ráð­herra Bret­lands.

Sam­kvæmt við­skipta­blaði The Guar­dian er búist við því að Ree­ves muni auka lán­töku­á­ætlun ríkisins í fjár­lögum og hefur á­vöxtunar­krafa tíu ára bréfa ekki verið hærri síðan í júlí.

Krafan stóð í 4,02% á föstu­daginn og er í kringum 4,24% um þessar mundir en þegar krafan hækkar lækkar virði bréfanna.

Hreyfingar á skulda­bréfa­markaði komu í kjöl­farið að því að Ben Nabar­ro aðal­hag­fræðingur Citigroup sagði opin­ber­lega að hann óttaðist „kaup­enda- verk­fall“ (á­hlaup á ríkis­skulda­bréf) ef Ree­ves myndi skyndi­lega á­kveða að auka lán­töku.

Ree­ves hefur verið að velta því fyrir sér á síðustu dögum hvort það sé hægt að endur­reikna skuldir ríkis­sjóðs með því að bók­færa vegi, skóla og spítala sem eignir hjá ríkinu.

Hún telur að með þessum út­reikningum verði hægt að auka svig­rúm ríkis­sjóðs til lán­töku um 50 milljarða punda án þess að brjóta lög um opin­ber fjár­mál.

„Ef reglunum verður breytt með þeim hætti sem Ree­ves er að í­huga, þá aukast líkurnar veru­lega á kaup­enda-­verk­falli,“ sagði Nabar­ro í gær.

Á­vöxtunar­kröfur annarra ríkis­skulda­bréfa svo sem í Þýska­landi og Banda­ríkjunum hafa einnig verið að hækka í dag en með engu móti á sama hraða og í Bret­landi.