Á­vöxtunar­krafan á banda­rísk ríkis­skulda­bréf til tíu ára fór yfir 4.233% í morgun sem þýðir að krafan hefur ekki verið hærri síðan eftir hrun.

Krafan á banda­rísk ríkis­skulda­bréf hefur hækkað ört að undan­förnu eftir að hafa verið sögu­lega lág undan­farin ár meðan að seðla­bankinn vestan­hafs beitti að­halds­lítilli peninga­mála­stefnu og magn­bundinni í­hlutun til að stemma stigu gegn á­hrifum heims­far­aldursins á efna­hags­lífið.

Það þótti frétt­næmt í maí í fyrra þegar krafan fór yfir 3% þegar banda­ríski seðla­bankinn fór að hækka vexti.

Dregur úr þáttöku á markaði

Gengi helstu hluta­bréfa­vísi­talna í Banda­ríkjunum lækkaði í fram­virkum samningum í nótt en á­vinningurinn af því að eiga hluta­bréf í stað ríkis­skulda­bréfa hefur ekki verið minni síðan 2002.

Aukin á­hætta getur haft í för með sér meiri á­vöxtun og þannig hafa fjár­festar heilt yfir grætt meira á því að eiga hluta­bréf en skulda­bréf í gegnum tíðina. Á­vinningurinn af því að eiga hluta­bréf í stað skulda­bréfa hefur hins vegar farið minnkandi í ár og hefur bilið ekki verið minna í 20 ár.

Greiningar­aðilar vestan­hafs óttast að þetta muni draga úr þátt­töku á hluta­bréfa­markaði á næstu misserum en allar helstu vísi­tölur hafa verið á mikilli upp­leið í ár.

S&P 500 vísti­alan, sem hefur verið á miklu flugi í ár, hefur lækkað um tæp 3% í ágúst­mánuði. Vísi­talan hefur hækkað um 17% á árinu en óttast margir að seinni hluti árs verði ekki jafn öflugur og fyrri hluti árs á hluta­bréfa­markaði.

Góð uppgjör, minni fjárfestingar

Lang­flest skráð fyrir­tæki í Kaup­höllinni í New York skiluðu betri af­komu en af­komu­spár gerðu ráð fyrir. Það hefur þó ekki dugað til að heilla fjár­festa.

Alls hafa 90% fyrir­tækja í S&P 500 vísi­tölunni skilað upp­gjörum og voru 79% þeirra með betri af­komu en greiningar­aðilar höfðu spáð.

Fjár­festar hafa hins vegar ekki verið að verð­launa þennan góða árangur og hafa hluta­bréf í fyrir­tækjunum hækkað um 0,5% að meðal­tali eftir að upp­gjör hafa verið birt. Á síðustu tíu árum hafa hluta­bréf hækkað um 1,6% eftir að upp­gjör hafa verið birt.