Undir styrkri stjórn frumkvöðulsins Guðmundar Fertram Sigurjónssonar óx Kerecis og  dafnaði en það var selt síðasta sumar á 180 milljarða króna. Kaupandinn var danska lækningafyrirtækið Coloplast.

Guðmundur Fertram, forstjóri Kerecis, segir að lykilatriði í velgengni fyrirtækisins hafi verið umskiptin úr að vera tæknifyrirtæki  í að vera sölu- og markaðsfyrirtæki. Árangursrík nýsköpun tengist ekki eingöngu því að hafa þekkingu á tækni heldur allri virðiskeðjunni — hvernig verðmæti skapist í viðkomandi geira.

Guðmundur Fertram, forstjóri Kerecis segir að lykilatriði í velgengni fyrirtækisins hafi verið umskiptin úr að vera tæknifyrirtæki  í að vera sölu- og markaðsfyrirtæki. Árangursrík nýsköpun tengist ekki eingöngu því að hafa þekkingu á tækni heldur allri virðiskeðjunni — hvernig verðmæti skapist í viðkomandi geira."

Spurður hvaða ákvarðanir þurfi að taka til að greiða leið nýrra hugmynda svarar Guðmundur Fertram: „Hugmyndir fæðast í krafti djúpstæðar þekkingar þeirrar atvinnugreinar sem viðkomandi starfar í og þekkingu á „vandamálum" greinarinnar. Þegar þekking manns eykst á „vandamálunum" opnast farvegir nýrra hugmynda.

Þessum farveg þarf að hlúa að; það er gert með umhverfi sem hvetur til nýsköpunar innan fyrirtækja og stuðningskerfi, sem sniðið er að fólki sem hefur djúpa sérþekkingu á tilteknum atvinnugreinum og býr til hugmyndir sem leiðir til rannsókna og þróun flókinna tækniverkefna sem breytt geta heiminum, en ekki bara þróun hugbúnaðarlausna og appa. Allt byggir þetta á að vinnuafl hafi réttu menntunina og innviðir séu til staðar.”

Að skapa rétta umhverfið

Guðmundur Fertram segist hafa talað fyrir þeirri sannfæringu sinni að lykill betri lífsgæðum í harðbýlu landi eins og Íslandi sé kraftmikil nýsköpun á sem flestum sviðum og öflugar fjárfestingar í innviðum.

„Ég held að hugarfar sé almennt mjög jákvætt gagnvart nýsköpunarstarfsemi, sem byggir á rannsóknum og þróun,” segir hann. „Rétt menntun og rannsóknartengdir skattaafslættir skapa rétta umhverfið fyrir nýsköpun innan fyrirtækja. Rétt menntun og styrkir skapa rétta umhverfið fyrir sprotafyrirtæki.”

Að sögn Guðmundar Fertram skapa fjárfestingar í menntun, skattaafsláttum og Tækniþróunarsjóðsstyrkjum gríðarlegan ávinning fyrir þjóðina með aukningu skatttekja sem skili meiri fjármunum fyrir heilbrigðis og velferðarkerfið.

„Ýmislegt er á réttri leið á Íslandi nema helst menntamálin. Íslendingar njóta líklega einhvers besta stuðningskerfis við nýsköpun í heiminum. Skattaafsláttur, öflugt styrkjakerfi Tækniþróunarsjóðs og framboð fjármagns fyrir trúverðug verkefni.”

Þegar Guðmundur Fertram er spurður frekar út í menntamælin og hvað þurfi að bæta svarar hann: „Mjög hallar á menntakerfi okkar. Stjórnvöld hafa metnaðarfull áform um betrumbætur. Fyrstu umbótaskrefin í háskólakerfinu virðast lofa góðu. En engu að síður verður að gera mun betur í að byggja upp menntun í landinu. Atvinnulífið hefur kallað eftir verulegu átaki varðandi sterkara menntakerfi sem getur mætt áskorunum hraðra tækni-og samfélagslegra breytinga næstu áratuga. Þar verður nýsköpun og öflugra mentakerfi grunnur að efnahagslegri velgengni.”

Viðtalið birtist í sérblaðinu Iðnþing 2024. Hægt er að lesa það í heild hér.