City National Bank í Bandaríkjunum hefur krafið söngvarann Chirs Brown um endurgreiðslu á rúmlega tveggja milljóna dala láni sem samsvarar rúmlega 287 milljónum íslenskra króna.
Bankinn þurfti að höfða mál gegn Chris Brown í Los Angeles en ekkert hefur verið greitt af höfuðstól eða vöxtum lánsins.
Brown tók lánið ásamt hópi fjárfesta til að kaupa tvo Popeys kjúklingastaði. CNB veitti Brown og félögum lánið árið 2018 en var fyrsti gjalddagi nokkrum árum seinna.
City National Bank í Bandaríkjunum hefur krafið söngvarann Chirs Brown um endurgreiðslu á rúmlega tveggja milljóna dala láni sem samsvarar rúmlega 287 milljónum íslenskra króna.
Bankinn þurfti að höfða mál gegn Chris Brown í Los Angeles en ekkert hefur verið greitt af höfuðstól eða vöxtum lánsins.
Brown tók lánið ásamt hópi fjárfesta til að kaupa tvo Popeys kjúklingastaði. CNB veitti Brown og félögum lánið árið 2018 en var fyrsti gjalddagi nokkrum árum seinna.
Chris Brown ábyrgðarmaður
Brown er skráður ábyrgðarmaður fyrir láninu en samkvæmt málsgögnum skuldar hann persónulega 1,3 milljónir dala sem samsvarar ríflega 180 milljónum íslenskra króna.
Í kröfunni kemur ekkert fram um hvort rekstur kjúklingastaðanna hafi gengið vel eður ei. Í raun kemur ekkert fram um hvort lánsféð hafi farið í að reka Popeys-staði heldur einungis að ekkert hafi verið greitt af láninu.
Chris Brown hefur verið iðinn í skyndibitastaðarekstri en hann á fjórtán Burger King staði í heimaríki sínu Virginíu.
Samkvæmt Yahoo Finance er auður Chris Brown metinn á bilinu 50 til 150 milljónir dala og því ætti endurgreiðslan á láninu ekki að verða honum um of.