Hluta­bréf í skipa­flutningarisanum AP Møller-Mærsk hafa lækkað um tæp 16% síðustu fimm daga eftir að fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör þriðja árs­fjórðungs.

Í upp­gjörinu kom fram að EBITDA- af­koma Mærsk fór úr 10,9 milljörðum Banda­ríkja­dala á þriðja árs­fjórðungi ársins 2022 í 1,9 milljarða á tíma­bilinu í ár. Mun það vera 1270 milljóna króna samdráttur á milli ára.

Gengi Mærsk hefur tekið ör­lítið við sér í morgun og hækkað um tæp 3% í dönsku Kaup­höllinni. Gengi skipaflutningarisans hefur þó lækkað um 38% á árinu.

Hluta­bréf í skipa­flutningarisanum AP Møller-Mærsk hafa lækkað um tæp 16% síðustu fimm daga eftir að fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör þriðja árs­fjórðungs.

Í upp­gjörinu kom fram að EBITDA- af­koma Mærsk fór úr 10,9 milljörðum Banda­ríkja­dala á þriðja árs­fjórðungi ársins 2022 í 1,9 milljarða á tíma­bilinu í ár. Mun það vera 1270 milljóna króna samdráttur á milli ára.

Gengi Mærsk hefur tekið ör­lítið við sér í morgun og hækkað um tæp 3% í dönsku Kaup­höllinni. Gengi skipaflutningarisans hefur þó lækkað um 38% á árinu.

Mærsk greindi frá því í upp­gjöri að til stæði að segja upp tíu þúsund starfs­mönnum á næstu dögum en fé­lagið hefur nú þegar sagt upp 6.500 starfs­mönnum á árinu.

„Tekju­fallið var við­búið en nýjar markaðs­að­stæður krefjast að­gerða,“ sagði Vincent Clerc, for­stjóri Mærsk, á blaða­manna­fundi í síðustu viku. „Við þurfum að vera til­búin í slaginn og að fara í gegnum erfiða tíma,“ bætti Clerc við sem málaði svarta mynd af næstu mánuðum.

Tekjur Eimskips dragast saman um 31%

Vil­helm Már Þor­steins­son, for­stjóri Eim­skips, tók í sama streng í upp­gjöri þriðja árs­fjórðungs Eim­skips sem birtist eftir lokun markaða í gær. Í uppgjörinu kom fram að tekjur lækkuðu um 90,2 milljónir evra eða 31% saman­borið við þriðja árs­fjórðung 2022.

Bæði Clerc og Vil­helm segja að af­koma fé­laganna sé að versna vegna lægri al­þjóð­legra flutnings­verða. For­stjóri Mærsk segir flutnings­verð orðið lægra en það var fyrir Co­vid-faraldurinn.

„Við skiluðum góðri af­komu í fjórðungnum, á markaði sem hefur náð jafn­vægi eftir mjög ó­venju­legt tíma­bil sem ein­kenndist af gríðar­legum sveiflum á al­þjóð­legum flutninga­mörkuðum. Þessar markaðs­breytingar sjást greini­lega á þeirri veru­legu lækkun sem við sáum bæði á tekjum og kostnaði frá fyrra ári. Þrátt fyrir þessar gjör­breyttu markaðs­að­stæður, höfum við náð að halda góðri fram­legð með því að ein­blína á fram­úr­skarandi þjónustu, skil­virkt kostnaðar­að­hald, kvika inn­kaupa­stýringu gagn­vart flutnings­birgjum og virka sölu­stýringu,“ sagði Vil­helm Már í upp­gjörinu.

„Það er krefjandi að reka skipa­fé­lag í ó­blíðum að­stæðum Norður-At­lants­hafsins og ýmis rekstrar­leg at­vik sem rekja má til veður­að­stæðna,“ bætti hann við.

Gengi Eim­skips í Kaup­höllinni er ó­breytt eftir upp­gjörið í gær en 186 milljón króna við­skipti hafa verið með bréf fé­lagsins það sem af er degi.

Hluta­bréfa­verð Eim­skips hefur lækkað um tæp 6% sl. mánuð og 11% á árinu.