Kínverskir mótmælendur hafa krafist afsagnar Jinping forseta og frjálsra fjölmiðla. Mótmælin hafa verið í öllum stærstu borgum landsins.
Í gær virtist hafa dregið úr mótmælum en lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað og handtekið marga mótmælendur.
Í gærkvöldi héldu kínverskir embættismenn í heilbrigðismálum fund þar sem þeir hvöttu staðbundin yfirvöld til að bregðast ekki of harkalega við í sóttvörnum þar sem Omicron afbrigði veirunnar hefur tekið yfir og það sé mun hættuminna en fyrri afbrigði.
Hér fyrir neðan má sjá frétt Wall Street Journal um mótmælin síðustu fimm daga.