Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, sendi embætti héraðssaksóknara og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis viðbótargögn í Lindarhvolsmálinu svokallaða ásamt því að krefjast svara við ýmsum vafaatriðum sem hann telur óleyst í málinu.
Meðal þess sem Sigurður segir að þurfi að skoða er 375 milljón króna greiðsla sem Klakki ehf., áður Exista, greiddi til slitabús Glitnis í erlendri mynt að beiðni slitabúsins í marsmánuði 2016. Segir Sigurður þá upphæð ekki stemma við það sem Klakki greiddi kröfuhöfum.
Hlutur Glitnis ehf. í Klakka, sé miðað við eignarhlut, hefði átt að vera 229,8 milljónir króna en ekki 375 milljónir og er því óútskýrður mismunur 145,2 milljónir.
Svör við þessu er ekki að finna í endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2020 að mati setts ríkisendurskoðanda og óskar hann eftir því að þingnefnd og saksóknari svari því af hverju Klakki sé að greiða um 145 milljónir umfram greiðsluskyldu.
Viðskiptablaðið hefur viðbótargögn Sigurðar undir höndum en áskrifendur geta nálgast umfjöllun um málið hér.