Sigurður Þórðar­son, fyrr­verandi settur ríkis­endur­skoðandi, sendi em­bætti héraðs­sak­sóknara og stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar Al­þingis við­bótar­gögn í Lindar­hvols­málinu svo­kallaða á­samt því að krefjast svara við ýmsum vafa­at­riðum sem hann telur ó­leyst í málinu.

Meðal þess sem Sigurður segir að þurfi að skoða er 375 milljón króna greiðsla sem Klakki ehf., áður Ex­ista, greiddi til slita­bús Glitnis í er­lendri mynt að beiðni slita­búsins í mars­mánuði 2016. Segir Sigurður þá upp­hæð ekki stemma við það sem Klakki greiddi kröfu­höfum.

Hlutur Glitnis ehf. í Klakka, sé miðað við eignar­hlut, hefði átt að vera 229,8 milljónir króna en ekki 375 milljónir og er því ó­út­skýrður mis­munur 145,2 milljónir.

Svör við þessu er ekki að finna í endan­legri skýrslu Ríkis­endur­skoðunar frá árinu 2020 að mati setts ríkis­endur­skoðanda og óskar hann eftir því að þing­nefnd og sak­sóknari svari því af hverju Klakki sé að greiða um 145 milljónir um­fram greiðslu­skyldu.

Viðskiptablaðið hefur viðbótargögn Sigurðar undir höndum en áskrifendur geta nálgast umfjöllun um málið hér.