Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, sendi embætti héraðssaksóknara og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis viðbótargögn í Lindarhvolsmálinu svokallaða ásamt því að krefjast svara við ýmsum vafaatriðum sem hann telur óleyst í málinu.
Meðal þess sem Sigurður segir að þurfi að skoða er 375 milljón króna greiðsla sem Klakki ehf., áður Exista, greiddi til slitabús Glitnis í erlendri mynt að beiðni slitabúsins í marsmánuði 2016. Segir Sigurður þá upphæð ekki stemma við það sem Klakki greiddi kröfuhöfum.
Lindarhvoll ehf. var stofnað í apríl 2016 og annaðist umsýslu og sölu stöðuleikaeigna sem ríkið fékk í hendurnar eftir samkomulag við kröfuhafa föllnu bankanna. Meðal þeirra eigna sem Lindarhvoll kom í verð var 17,8% hlutur í Klakka en hæsta tilboðið barst frá frá BLM fjárfestingu, sem er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management, að fjárhæð 505 milljónir króna.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði