Til stendur að opna Kringluna á fimmtudaginn en hún hefur verið lokuð frá því á laugardaginn eftir eldsvoða sem braust út á þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Upprunalega stóð til að Kringlan yrði opnuð á morgun, þriðjudaginn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni og Reitum fasteignafélagi.

Til stendur að opna Kringluna á fimmtudaginn en hún hefur verið lokuð frá því á laugardaginn eftir eldsvoða sem braust út á þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Upprunalega stóð til að Kringlan yrði opnuð á morgun, þriðjudaginn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni og Reitum fasteignafélagi.

„Hreinsunarstarf gengur vel í Kringlunni en til að tryggja að upplifun gesta verði sem best hefur verið ákveðið að opna ekki fyrr en á fimmtudag. Bent er á að hægt er að versla á kringlan.is og fellur sendingarkostnaður niður á meðan á lokun stendur.“

Starfsmenn Kringlunnar létu einnig viðskiptavini vita í gegnum kallkerfi að rýming stæði yfir.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

Í tilkynningu segir jafnframt að Reitir og Kringlan muni aðstoða verslunareigendur við að lágmarka tekjutap sitt vegna brunans og hjálpa þeim við að opna verslanir aftur sem fyrst.

„Um 150 rekstrareiningar eru í Kringlunni og er tjónið mest á svæði sem spannar um tíu verslanir. Á fimmtudag verður hægt að taka vel á móti gestum en reiknað er með að þá verði búið að ljúka hreinsun og loka fyrir framkvæmdasvæðið.“