„Um leið og við þökkum Ásmundi fyrir hans störf bjóðum við Kristínu Hrönn velkomna í framkvæmdastjórn.“

Svo er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni nýráðnum bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningu rétt í þessu um ráðningu Kristínar Hrannar Guðmundsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfesta hjá bankanum, og þar með starfslok Ásmundar Tryggvasonar, sem sagður er hafa ákveðið að stíga til hliðar.

Ásmundur er einn þeirra fruminnherja sem tóku þátt í útboði bankans á eigin bréfum fyrir hönd ríkisins í mars í fyrra sem gagnrýnt er í sátt bankans við Fjármálaeftirlit seðlabankans (FME) að innra eftirlit bankans hafi ekki framkvæmt hagsmunamat á áður en viðskiptin voru heimiluð, en framkvæmdin heyrði undir hans svið. Auk þess kemur fram í skýrslu FME um sáttina að Ásmundur hafi átt í beinum samskiptum við regluvörð bankans til að liðka fyrir því að starfsmenn bankans fengju að taka þátt í útboðinu.

„Um leið og við þökkum Ásmundi fyrir hans störf bjóðum við Kristínu Hrönn velkomna í framkvæmdastjórn.“

Svo er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni nýráðnum bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningu rétt í þessu um ráðningu Kristínar Hrannar Guðmundsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfesta hjá bankanum, og þar með starfslok Ásmundar Tryggvasonar, sem sagður er hafa ákveðið að stíga til hliðar.

Ásmundur er einn þeirra fruminnherja sem tóku þátt í útboði bankans á eigin bréfum fyrir hönd ríkisins í mars í fyrra sem gagnrýnt er í sátt bankans við Fjármálaeftirlit seðlabankans (FME) að innra eftirlit bankans hafi ekki framkvæmt hagsmunamat á áður en viðskiptin voru heimiluð, en framkvæmdin heyrði undir hans svið. Auk þess kemur fram í skýrslu FME um sáttina að Ásmundur hafi átt í beinum samskiptum við regluvörð bankans til að liðka fyrir því að starfsmenn bankans fengju að taka þátt í útboðinu.

Hávært ákall hefur verið um að starfsfólk bankans sæti ábyrgð eftir að tæplega 100 blaðsíðna skýrsla FME vegna sáttarinnar – sem fól í sér 1,2 milljarða króna sekt – var gerð opinber síðastliðinn mánudag. Birna Einarsdóttir þáverandi bankastjóri sagði af sér á aðfaranótt miðvikudags eftir hálfan annan áratug í starfi vegna málsins, en Ásmundur hafði gegnt starfinu frá árinu 2019.

Í tilkynningunni kemur fram að Kristín Hrönn hafi yfir 20 ára reynslu sem stjórnandi á fjármálamörkuðum. Hún hafi á árunum 2013-2019 stýrt teymi verslunar og þjónustu meðal stærri fyrirtækja hjá bankanum, og síðan þá verið forstöðumaður Fjármála, reksturs og stefnumótunar á því sviði sem hún tekur nú við. Þá hafi hún auk þess setið í lánanefndum, efnahagsnefnd og fjárfestingarráði bankans.