Kristján Loftsson, aðaleigandi og forstjóri Hvals, var með 543 milljónir króna í fjármagnstekjur árið 2022 og er í 22. sæti yfir þá einstaklinga sem voru með hæstar fjármagnstekjur í fyrra. Systir hans, Birna Loftsdóttir, er í 41. sæti með 394 milljónir.

Kristján Loftsson, aðaleigandi og forstjóri Hvals, var með 543 milljónir króna í fjármagnstekjur árið 2022 og er í 22. sæti yfir þá einstaklinga sem voru með hæstar fjármagnstekjur í fyrra. Systir hans, Birna Loftsdóttir, er í 41. sæti með 394 milljónir.

Samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar í vor eru Kristján og Birna meðal ríkustu Íslendinganna þar sem auður þeirra er metinn á 26 milljarða króna. Hvalur á meðal annars hluti í Hampiðjunni, Arion banka og Alvotech.

Tveir aðrir hluthafar í Hval högnuðust sömuleiðis mikið í fyrra en Halldór Teitsson fjárfestir var með 228 milljónir í fjármagnstekjur og Guðrún Helga Teitsdóttir var með 166 milljónir.

Hagnaður Hvals á síðasta rekstrarári nam 890,5 milljónum króna, samanborið við 3,5 ma.kr. hagnað árið áður. Félagið greiddi 1,5 ma.kr. í arð á síðasta ári og hefur stjórn lagt til að greiddur verði milljarður í arð á þessu ári.

Stærsti hluthafi Hvals er Fiskveiðafélagið Venus með 42,37% en Kristján og Birna eiga sitt hvorn helmingshlutinn í félaginu, sem greiddi 620 milljónir króna í arð árið 2022. Þá er Kristján sjálfur annar stærsti hluthafi Hvals með 11,37% hlut. Þar á eftir koma Halldór með 6,23% hlut og Guðrún Helga með 5,54% hlut.

Listi yfir þá 150 einstaklinga sem voru með hæstu fjármagnstekjurnar í fyrra birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út á föstudag. Áskrifendur geta nálgast listann hér.