Kristrún Frosta­dóttir, for­maður Sam­fylkingarinnar, segist vera hlynnt því að Ís­land verði hluti af Evrópu­sam­bandinu.

Þetta kom fram í kapp­ræðum mbl.isþar sem for­menn stjórn­mála­flokkanna mættust.

„Hverjir vilja endur­nýja aðildar­umsókn að ESB á komandi kjörtíma­bili?“ var spurt og voru fram­bjóðendur beðnir um að rétta upp hönd.

Enginn fram­bjóðandi var þó til­búinn að rétta upp hönd en eftir nokkrar rökræður um þjóðar­at­kvæða­greiðslu sagði Kristrún Frosta­dóttir að hún vilji sjá Ís­land sem hluta af sam­bandinu.

Kristrún sagðist alltaf hafa verið Evrópu­sinni en hún vilji þó sjá hvað komi út úr aðildar­viðræðum við sam­bandið.

„Ég vil sjálf ganga í Evrópu­sam­bandið,“ sagði Kristrún.