Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera hlynnt því að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu.
Þetta kom fram í kappræðum mbl.isþar sem formenn stjórnmálaflokkanna mættust.
„Hverjir vilja endurnýja aðildarumsókn að ESB á komandi kjörtímabili?“ var spurt og voru frambjóðendur beðnir um að rétta upp hönd.
Enginn frambjóðandi var þó tilbúinn að rétta upp hönd en eftir nokkrar rökræður um þjóðaratkvæðagreiðslu sagði Kristrún Frostadóttir að hún vilji sjá Ísland sem hluta af sambandinu.
Kristrún sagðist alltaf hafa verið Evrópusinni en hún vilji þó sjá hvað komi út úr aðildarviðræðum við sambandið.
„Ég vil sjálf ganga í Evrópusambandið,“ sagði Kristrún.