Nox Medical ehf. hagnaðist um rúmlega 5,8 milljónir evra á síðasta ári, eða sem nemur um 867 milljónum króna, á síðasta ári. Árið áður hagnaðist félagið um rúmlega 8,7 milljónir evra, sem nemur rúmlega 1,2 milljörðum króna. Rekstrartekjur námu 33,9 milljónum evra, eða tæplega 5,1 milljarði króna, og jukust um rúmlega 7% á milli ára. Framlegð nam áfram um 70% af tekjum, eða 23,8 milljónum evra, samanborið við 22,6 milljónir evra árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 8,6 milljónum evra, samanborið við 10,4 milljónir evra árið áður.

Nox Medical hefur einnig umsvif í Bandaríkjunum í gegnum systurfélag en rekstrartekjur þess félags námu um 16,2 milljónum Bandaríkjadala, eða um 2,2 milljörðum króna, og jukust um 11% á milli ára. Ef frá eru talin milliviðskipti eininga eru heildarumsvif Nox Medical samstæðunnar um 40 milljónir dala í tekjur á árinu 2023, eða um 5,6 milljarðar króna, sem var 11% aukning frá árinu 2022. EBITDA nam um 10,8 milljónum dala og jókst eilítið milli ára. EBITDA hlutfall var um 27%.

Nox Medical ehf. hagnaðist um rúmlega 5,8 milljónir evra á síðasta ári, eða sem nemur um 867 milljónum króna, á síðasta ári. Árið áður hagnaðist félagið um rúmlega 8,7 milljónir evra, sem nemur rúmlega 1,2 milljörðum króna. Rekstrartekjur námu 33,9 milljónum evra, eða tæplega 5,1 milljarði króna, og jukust um rúmlega 7% á milli ára. Framlegð nam áfram um 70% af tekjum, eða 23,8 milljónum evra, samanborið við 22,6 milljónir evra árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 8,6 milljónum evra, samanborið við 10,4 milljónir evra árið áður.

Nox Medical hefur einnig umsvif í Bandaríkjunum í gegnum systurfélag en rekstrartekjur þess félags námu um 16,2 milljónum Bandaríkjadala, eða um 2,2 milljörðum króna, og jukust um 11% á milli ára. Ef frá eru talin milliviðskipti eininga eru heildarumsvif Nox Medical samstæðunnar um 40 milljónir dala í tekjur á árinu 2023, eða um 5,6 milljarðar króna, sem var 11% aukning frá árinu 2022. EBITDA nam um 10,8 milljónum dala og jókst eilítið milli ára. EBITDA hlutfall var um 27%.

Nox Medical samstæðan hefur vaxið hratt undanfarin ár en til marks um það hafa tekjur hennar aukist um 60% á síðustu fjórum árum, úr 3,5 milljörðum króna í 5,6 milljarða króna. Á sama tíma hefur hagnaður vaxið úr rúmum milljarði króna í rúmlega 1,5 milljarða króna. Að sögn Ingvars hefur vöxturinn verið jafn milli markaða og eftirspurnin eftir vörum Nox Medical samstæðunnar vaxið jafnt og þétt. Á sama tíma hefur vöxturinn einnig náð til ráðninga, en starfsmannafjöldi Nox Medical hefur vaxið úr 70 upp í 130 – eða nær tvöfaldast á fjórum árum. Þá eru ekki meðtaldir verktakar og starfsmenn í öðrum systurfyrirtækjum.

„Við höfum nýtt okkur endurgreiðslukerfi rannsóknar og þróunarkostnaðar og aukið starfsmannafjölda í þróun um 50% síðan stjórnvöld juku endurgreiðsluhlutfallið í heimsfaraldrinum. Á sama tíma hefur átt sér stað enn meiri aukning í öðrum þáttum starfseminnar, sérstaklega söluog markaðsmálum. Í raun má segja að fyrir hvern starfsmann í rannsóknum og þróun höfum við ráðið næstum því þrjá í öðrum þáttum starfseminnar, t.d. söluog markaðsmálum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.