Deilur nor­ræna bankans Nor­dea og danska tryggingar­fé­lagsins Top­dan­mark gætu sett yfir­töku­til­boð finnska tryggingar­risans Sampo í síðar­nefnda fé­lagið í upp­nám.

Árið 2022 keypti Nor­dea líf­eyris­sjóðsarm Top­dan­mark, Top­dan­mark Liv. Bankinn tók yfir dóttur­fé­lagið í desember 2022 og nefndi það Nor­dea Pension.

Það hefur hins vegar reynst ein­stak­lega erfitt að að­skilja Top­dan­mark Liv frá upp­lýsinga­kerfum tryggingar­fé­lagsins.

Deilur nor­ræna bankans Nor­dea og danska tryggingar­fé­lagsins Top­dan­mark gætu sett yfir­töku­til­boð finnska tryggingar­risans Sampo í síðar­nefnda fé­lagið í upp­nám.

Árið 2022 keypti Nor­dea líf­eyris­sjóðsarm Top­dan­mark, Top­dan­mark Liv. Bankinn tók yfir dóttur­fé­lagið í desember 2022 og nefndi það Nor­dea Pension.

Það hefur hins vegar reynst ein­stak­lega erfitt að að­skilja Top­dan­mark Liv frá upp­lýsinga­kerfum tryggingar­fé­lagsins.

Við­bótar­kostnaður vegna þeirra vand­ræða er í kringum 200 milljónir danskra króna sam­kvæmt danska við­skipta­miðlinum Børsen. Dreifingar­samningur sem átti að renna út árið 2024 hefur af þeim sökum verið fram­lengdur til ársins 2027.

Top­dan­mark lét hlut­hafa vita af vand­ræðunum í upp­gjöri fyrsta árs­fjórðungs en þar segir að Nor­dea bank gæti höfðað skaða­bóta­mál gegn fyrir­tækinu.

Børsen greinir frá því í dag að deilurnar gætu dregið dilk á eftir sér en í yfir­töku­til­boði Sampo í allt hluta­fé Top­dan­mark, sem var lagt fram í júní á þessu ári, segir að ef kröfur Nor­dea fari yfir 1,075 milljarða danskra króna á­skilur fé­lagið sér rétt til þess að falla frá samningnum.

Virði Top­dan­mark í við­skiptunum er um 33 milljarðar danskra króna eða 668 milljarðar ís­lenskra króna.

Hlut­hafar hafa til 9. septem­ber til að svara Sampo en kaup­verðið á hvern hlut er um 27% hærra en dagsloka­gengi Top­dan­mark þann 14. júní þegar til­boðið var lagt fram.

Samkvæmt árshlutareikningi Sampo hagnaðist félagið um 909 milljónir evra á fyrstu sex mánuðum ársins sem samsvarar um 137 milljörðum íslenskra króna.