Deilur norræna bankans Nordea og danska tryggingarfélagsins Topdanmark gætu sett yfirtökutilboð finnska tryggingarrisans Sampo í síðarnefnda félagið í uppnám.
Árið 2022 keypti Nordea lífeyrissjóðsarm Topdanmark, Topdanmark Liv. Bankinn tók yfir dótturfélagið í desember 2022 og nefndi það Nordea Pension.
Það hefur hins vegar reynst einstaklega erfitt að aðskilja Topdanmark Liv frá upplýsingakerfum tryggingarfélagsins.
Deilur norræna bankans Nordea og danska tryggingarfélagsins Topdanmark gætu sett yfirtökutilboð finnska tryggingarrisans Sampo í síðarnefnda félagið í uppnám.
Árið 2022 keypti Nordea lífeyrissjóðsarm Topdanmark, Topdanmark Liv. Bankinn tók yfir dótturfélagið í desember 2022 og nefndi það Nordea Pension.
Það hefur hins vegar reynst einstaklega erfitt að aðskilja Topdanmark Liv frá upplýsingakerfum tryggingarfélagsins.
Viðbótarkostnaður vegna þeirra vandræða er í kringum 200 milljónir danskra króna samkvæmt danska viðskiptamiðlinum Børsen. Dreifingarsamningur sem átti að renna út árið 2024 hefur af þeim sökum verið framlengdur til ársins 2027.
Topdanmark lét hluthafa vita af vandræðunum í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs en þar segir að Nordea bank gæti höfðað skaðabótamál gegn fyrirtækinu.
Børsen greinir frá því í dag að deilurnar gætu dregið dilk á eftir sér en í yfirtökutilboði Sampo í allt hlutafé Topdanmark, sem var lagt fram í júní á þessu ári, segir að ef kröfur Nordea fari yfir 1,075 milljarða danskra króna áskilur félagið sér rétt til þess að falla frá samningnum.
Virði Topdanmark í viðskiptunum er um 33 milljarðar danskra króna eða 668 milljarðar íslenskra króna.
Hluthafar hafa til 9. september til að svara Sampo en kaupverðið á hvern hlut er um 27% hærra en dagslokagengi Topdanmark þann 14. júní þegar tilboðið var lagt fram.
Samkvæmt árshlutareikningi Sampo hagnaðist félagið um 909 milljónir evra á fyrstu sex mánuðum ársins sem samsvarar um 137 milljörðum íslenskra króna.