Ís­lenska krónan hefur ekki verið sterkari gagn­vart Banda­ríkja­dal síðan í júlí í fyrra en mið­gengi Banda­ríkja­dals stendur í 134,7 krónum er þetta er skrifað.

Krónan hefur styrkt sig um 3,5% gagn­vart dal á síðustu sex mánuðum og hefur dalurinn farið úr 139,59 í 134,7 krónur.

Á sama tíma­bili hefur evran styrkt sig ör­lítið gagn­vart krónunni en stöðug­leiki hefur ein­kennt gjald­eyris­markaðinn það sem af er ári og hefur Seðla­bankinn ekki beitt inn­gripum síðan í febrúar.

Ís­lenska krónan hefur ekki verið sterkari gagn­vart Banda­ríkja­dal síðan í júlí í fyrra en mið­gengi Banda­ríkja­dals stendur í 134,7 krónum er þetta er skrifað.

Krónan hefur styrkt sig um 3,5% gagn­vart dal á síðustu sex mánuðum og hefur dalurinn farið úr 139,59 í 134,7 krónur.

Á sama tíma­bili hefur evran styrkt sig ör­lítið gagn­vart krónunni en stöðug­leiki hefur ein­kennt gjald­eyris­markaðinn það sem af er ári og hefur Seðla­bankinn ekki beitt inn­gripum síðan í febrúar.

Sam­kvæmt Seðla­bankanum hefur gengis­flökt verið tölu­vert undir lang­tíma­meðal­tali og velta á milli­banka­markaði með gjald­eyri lítil.

Það kann að benda til jafn­vægis í gjald­eyris­flæði til og frá landinu en við­skipta­bankarnir leita á gjald­eyris­markað þegar ó­jafn­vægi er í inn- og út­flæði gjald­eyris.

Gengi krónunnar tók að lækka síðla sumars og hafði lækkað um ríf­lega 2% þegar mest lét í byrjun septem­ber. Um helmingur lækkunarinnar hefur nú gengið til baka.

Hrein fram­virk gjald­eyris­staða við­skipta­bankanna lækkaði um sam­tals 30 milljarða í júlí og ágúst og af­leiðu­samningum með krónuna fækkaði um fjórðung á sama tíma.

Gjald­eyris­forði Seðla­bankans nam 912 milljörðum í lok ágúst eða sem nemur 21% af lands­fram­leiðslu. Frá ára­mótum hafði forðinn stækkað um 120 milljarða eða 2,5 prósent af lands­fram­leiðslu, sem skýrist fyrst og fremst af út­gáfu ríkis­sjóðs á skulda­bréfum í evrum.

Ríkis­sjóður gaf út grænt skulda­bréf að fjár­hæð 750 milljónir evra, um 111 milljarða, í mars og kynjað skulda­bréf að fjár­hæð 50 milljónir evra, um 7,5 milljarða, í júní.

Þá greiddi ríkis­sjóður eftir­stöðvar er­lends skulda­bréfs að fjár­hæð 241 milljón evra sem var á gjald­daga í júní.

Gjald­eyris­forðinn stækkaði einnig í við­skiptum Seðla­bankans á milli­banka­markaði með gjald­eyri, vegna arð­greiðslu Lands­virkjunar til ríkis­sjóðs í er­lendum gjald­eyri og vegna veikingar krónunnar.