Krónan hefur ekki verið sterkari gagnvart evru allt þetta ár. Í upphafi ársins var kostaði evran 151,7 krónur en endaði daginn í 151,5 krónum.
Krónan styrkist strax í morgun í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans.
Í gær endaði krónan, samkvæmt miðgengi Seðlabanka, í 152,1 krónu og styrkist krónan því um 0,4%. Sem er svipað og í gær og fyrradag þegar hún styrkist um 0,5% hvort dag.
Krónan hefur styrkst um 3,5% á móti evru frá 25. janúar, þegar hún var á sínum veikasta stað í ár.