Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst í morgun um 0,53% gagnvart evru og 0,63% gagnvart Bandaríkjadal. Miðgengi evrunnar er nú 149,3 og Bandaríkjadalurinn kostar 139,1 krónu.

Frá því að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 1,25% á miðvikudag hefur krónan styrkst um 1,3% gagnvart evrunni og 0,9% gagnvart Bandaríkjadal.

Íslandsbanki spáði styrkingu í febrúar

Í þjóðhagsspá sinni 2023-2025 spáði Íslandsbanki styrki 8% styrkingu á krónunni á þessum tæpu þremur árum. Styrkingin gæti orðið á morgun eða í lok spátímans. Um tímasetningar segir Greining bankans:

Veruleg óvissa er ávallt um stærð og tímasetningu gengishreyfinga en í spánni er gert ráð fyrir að krónan verði um það bil 8% sterkari í lok spátímans en hún var í árslok 2022 sem jafngildir því að evran kosti u.þ.b. 142 kr. undir árslok 2025. Raungengið miðað við hlutfallslegt verðlag verður þá svipað og árið 2019.