Íslenska krónan styrktist um 0,26% gagnvart evru í dag og 0,12%. Krónan nálgast nú sitt sterkasta gildi gagnvart evru en er mun veikari gagnvart dalnum en hún var í byrjun mánaðarins.

Verðbólga mældist mun hærri í febrúar en spáð hafði verið. Tólf mánaða verðbólga nam 10,2% en greiningaraðilar spáðu að hún myndi hjaðna.

Þessar verðbólgutölur auka enn líkur á vaxtahækkun en næsti vaxtaákvörðunarfundur peningastefnunefndar er áætlaður 22. mars. Getur nefndin þó komið fyrr saman ef hún telur ástæðu til.

Vaxtahækkun styrkir að jafnaði krónuna. Vaxtahækkanir erlendra seðlabanka geta þó haft áhrif þar á.