Íslenska krónan styrkist mikið í dag gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum.
Evran endaði í dag samkvæmt miðgengi Landsbankans í 149,9 krónum og styrkist um 0,8%. Seðlabankinn birtir gengi kl. 16 en frá því kl. 14. Krónan hefur ekki verið sterkari gagnvart evru í síðan í byrjun desember.
Gengi dalsins endaði í 141,44 og styrktist um 0,7%.